Elvar og Ágúst góðir í Íslendingaslagnum

Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk í dag.
Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Elvar Ásgeirsson átti flottan leik með Ribe-Esbjerg sem tapaði, 29:30, gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Frederica í efstu deild í Danmörku í dag. 

Elvar skoraði sjö mörk og Ágúst Elí Björgvinsson bætti einu íslensku marki við og varði 16 skot en það dugði ekki til fyrir Ribe-EsbjergEinar Þor­steinn Ólafs­son komst ekki á blað hjá Frederica.

Frederica byrjaði leikinn mun betur og var sex mörkum yfir í hálfleik en Ribe-Esbjerg gekk mun betur í seinni hálfleik. Staðan var 29:29 þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir en Frederica hafði betur að lokum.

 Frederica er nú í öðru sæti í deildinni með 28 stig. Ribe-Esbjerg er í fjórða sæti með 20 stig, jafn mörg stig og  Mors-Thy í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka