Eyjamaðurinn markahæstur

Hákon Daði Styrmisson átti flottan leik í dag.
Hákon Daði Styrmisson átti flottan leik í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Hagen er það vann öruggan útisigur á Vinnhorst, 30:23, í B-deild Þýskalands í handbolta í dag.

Hákon stóð vel fyrir sínu og skoraði sjö mörk í öruggum sigri. Er liðið í níunda sæti með 18 stig eftir 17 leiki eftir tvo sigra í röð.

Það gengur öllu verra hjá Minden sem tapaði fyrir Nordhorn á heimavelli, 26:25. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden og Sveinn Jóhannsson tvö.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið, sem er í 15. sæti með 11 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Tumi Steinn Rúnarsson komst ekki á blað hjá Coburg er það vann heimasigur á Ludwigshafen, 37:31. Coburg er í fjórða sæti með 21 stig.

Standings provided by

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka