ÍBV vann gríðarlega sannfærandi heimasigur á nýliðum Víkings, 40:22, í úrvalsdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.
ÍBV fór með sigrinum upp í 19 stig og annað sæti, þar sem liðið er fjórum stigum á eftir toppliði FH. Víkingur er í ellefta og næstneðsta sæti með sex stig.
Eyjamenn tóku völdin í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 19:10. ÍBV hélt svo áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og vann þægilegan 18 marka stórsigur.
Gauti Gunnarsson var markahæstur hjá ÍBV með átta mörk og Elmar Erlingsson gerði sex. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði sjö fyrri Víking.
ÍBV | 40:22 | Víkingur | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna öruggan sigur, betri á öllum sviðum í dag. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |