Eyjamenn völtuðu yfir nýliðana

Andrési Marel Sigurðsson sækir að marki Víkings í dag.
Andrési Marel Sigurðsson sækir að marki Víkings í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann gríðarlega sannfærandi heimasigur á nýliðum Víkings, 40:22, í úrvalsdeild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

ÍBV fór með sigrinum upp í 19 stig og annað sæti, þar sem liðið er fjórum stigum á eftir toppliði FH. Víkingur er í ellefta og næstneðsta sæti með sex stig.

Eyjamenn tóku völdin í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 19:10. ÍBV hélt svo áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og vann þægilegan 18 marka stórsigur.

Gauti Gunnarsson var markahæstur hjá ÍBV með átta mörk og Elmar Erlingsson gerði sex. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði sjö fyrri Víking.

ÍBV 40:22 Víkingur opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna öruggan sigur, betri á öllum sviðum í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka