Íslendingarnir berjast um bikar

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm. Ljósmynd/Sporting

Íslendingaliðin Benfica og Sporting tryggðu sér í dag sæti í úrslitum í meistarakeppni Portúgals í handbolta. Mætast þau annað kvöld.

Stiven Tobar Valencia gerði tvö mörk fyrir Benfica sem vann öruggan 37:31-sigur á Madeira SAD.

Orri Freyr Þorkelsson gerði fimm mörk fyrir Sporting í naumum 35:34-sigri á Porto. Eru þeir báðir vinstri hornamenn, Stiven uppalinn hjá Val og Orri hjá Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka