Selfyssingurinn með tilboð frá tveimur löndum

Teitur Örn Einarsson er eftirsóttur.
Teitur Örn Einarsson er eftirsóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að samningur hans við þýska félagið Flensburg sé brátt á enda.

Íslenski landsliðsmaðurinn yfirgefur Flensburg eftir leiktíðina en er með nokkur tilboð frá félögum í Þýskalandi og Danmörku.

„Næsta skref er ekki 100 prósent klárt. Ég hef rætt við mörg félög og ég held ég taki ákvörðun fyrir lok árs. Ég hef rætt við félög í Þýskalandi og Danmörku,“ sagði Teitur við Flensborg Avis.

Teitur hefur m.a. verið orðaður við Íslendingafélagið Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Elliði Snær Viðarsson leikur með. „Við Íslendingarnir tölum stundum saman,“ sagði Teitur og glotti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka