Landsliðsmaðurinn vann bikar í Portúgal

Orri fagnar með liðsfélaga sínum í kvöld.
Orri fagnar með liðsfélaga sínum í kvöld. Ljósmynd/Sporting

Hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans hjá Sporting frá Lissabon tryggðu sér í kvöld meistarabikar Portúgals í handbolta með sigri á Benfica í úrslitaleik, 38:34.

Orri skoraði eitt mark fyrir Sporting á meðan Stiven Tobar Valencia, félagi hans hjá íslenska landsliðinu, skoraði tvö.

Eru þeir báðir á sínu fyrsta tímabili í Portúgal en Stiven kom frá Val og Orri frá Elverum í Noregi en hann er uppalinn hjá Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka