Tryggvi Þórisson og samherjar hans í Sävehof eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir öruggan útisigur á Malmö í kvöld, 32:24.
Sävehof fór þar með upp fyrir Skövde og í toppsætið með 22 stig stig úr 13 leikjum en Tryggvi og félagar hafa unnið ellefu af þrettán leikjum sínum á tímabilinu.
Malmö var aðeins þremur stigum á eftir Sävehof í fjórða sætinu en situr þar eftir með 17 stig. Hammarby er þriðja með 19 stig.
Tryggvi skoraði eitt mark í leiknum en Sebastian Spante skoraði sjö mörk og færeyska ungstirnið Oli Mittun gerði fjögur.