„Hef mikla trú á liðinu“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins,
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, Ljósmynd/Kristinn Steinn

Andri Már Rúnarsson er eini nýliðinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi sem hefst hinn 10. janúar.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, valdi 20 leikmenn sem kom til greina í lokahóp Íslands á mótinu en þjálfarinn mun taka með sér 18 leikmenn til Þýskalands þar sem Ísland leikur í C-riðli keppninnar í München ásamt Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi.

Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbíu 12. janúar, svo gegn Svartfjallalandi 14. janúar og loks gegn Ungverjalandi 16. janúar en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í milliriðli.

„Það er mjög gott að vera búinn að koma þessu frá sér,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í gær.

Góður tími til stefnu

„Eins og staðan er núna þá hef ég ekki miklar áhyggjur af meiðslum og öðru. Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að jafna sig og er byrjaður að spila. Kristján Örn Kristjánsson hefur verið aðeins tæpur og Elvar Örn Jónsson er meiddur eins og stendur en ég er ekki með einhvern svakalegan hausverk yfir þessu skulum við segja, ekki ennþá allavega.

Það er góður tími til stefnu, Elvar Örn ber sig vel og pabbi hans er nú einu sinni sjúkraþjálfari liðsins þannig að hann fær væntanlega góða meðhöndlun hjá honum um jólin. Svona er staðan bara og þetta fylgir handboltanum. Það getur ýmislegt gerst og ég er með plan A, plan B og plan C. Í fullkomnum heimi þá hefði ég getað valið 18 leikmenn núna en þetta varð niðurstaðan og ég er mjög ánægður með þennan hóp,“ sagði Snorri Steinn.

Viðtalið við Snorra má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka