Amo mátti þola tap, 30:31, gegn Hällby í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Arnari Birki Hálfdánssyni verður ekki kennt um tapið, því hann var markahæstur hjá Amo með sjö mörk í síðasta leik liðsins fyrir jól.
Amo er í 11. sæti deildarinnar með tíu stig eftir 14 leiki. Er liðið sem stendur í fallumspilssæti.
Þá vann Karlskrona 31:22-útisigur á Skövde. Þorgils Jón Svölu Baldursson komst ekki á blað hjá Skövde og þeir Ólafur Andrés Guðmundsson og Dagur Sverrir Kristjánsson voru ekki í hópnum.