Ómar Ingi fór á kostum

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik.
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Magdeburg vann afar sannfærandi útisigur á Hamburg, 43:28, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Er Magdeburg því enn í toppsætinu með 30 stig eftir 17 leiki.

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum fyrir Magdeburg og skoraði ellefu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði fjögur og Janus Daði Smárason eitt. 

Magdeburg hélt hreinlega handboltasýningu í hæsta gæðaflokki í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 27:9.

Teitur Örn Einarsson átti flottan leik fyrir Flensburg í heimasigri á Lemgo, 34:29. Skoraði Selfyssingurinn sjö mörk.

Þá skoraði Oddur Gretarsson fimm mörk fyrir Balingen sem gerði jafntefli við Erlangen, 22:22, á útivelli. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen.

Standings provided by

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka