Gríðarlegur liðstyrkur á Vestfirði

Jonas Maier hefur gert samning við Hörð.
Jonas Maier hefur gert samning við Hörð. Ljósmynd/Hörður

Handknattleiksdeild Harðar frá Ísafirði hefur gengið frá samningi við þýska markvörðinn Jonas Maier. Hann kemur til félagsins frá Rimpar í heimalandinu.

Maier er með mikla reynslu úr efstu deild Þýskalands, sem er ein sú allra sterkasta í heiminum. Hefur hann m.a. leikið með Rhein-Neckar Löwen og Lemgo. Þá hefur hann einnig leikið með Kadetten í Sviss.

Maier, sem er 29 ára gamall, mun einnig koma að þjálfun hjá félaginu, en hann gerði tveggja og hálfs árs samning við Hörð.

Liðið er sem stendur í sjötta sæti 1. deildarinnar með ellefu stig eftir tíu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka