Kadetten vann sannfærandi 33:21-heimasigur á Bern í síðasta leik liðanna á árinu í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Eins og oft áður skaraði Óðinn Þór Ríkharðsson fram úr hjá Kadetten og var markahæstur með níu mörk. Fimm þeirra komu af vítalínunni og var hornamaðurinn með 100 prósent nýtingu.
Kadetten er búið að vera með yfirburði í deildinni í vetur og er liðið með 33 stig á toppnum, sjö stigum á undan næstu liðum.
Standings provided by