Selfyssingurinn í Íslendingaliðið?

Teitur Örn Einarsson, til vinstri, er að skipta um félag.
Teitur Örn Einarsson, til vinstri, er að skipta um félag. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er líklega að gera samning við þýska 1. deildarfélagið Gummersbach, en hann hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár.

Samningur Teits við Flensburg verður ekki endurnýjaður og mun hann því skipta um félag næsta sumar.

Handball Leaks greinir frá, en miðilinn hefur reynst mjög áreiðanlegur í fregnum um félagaskipti í handbolta.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur þjálfað Gummersbach í hálft fjórða ár og með því leikur Elliði Snær Viðarsson. Hákon Daði Styrmisson var einnig leikmaður liðsins þar til í haust, þegar hann skipti yfir til Hagen í B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka