Viggó sjóðheitur rétt fyrir EM

Viggó Kristjánsson átti stórleik.
Viggó Kristjánsson átti stórleik. Ljósmynd/HSÍ

Viggó Kristjánsson ætti að mæta fullur sjálfstrausts til leiks þegar Ísland leikur á EM í handbolta í janúar, en hann átti stórleik fyrir Leipzig er liðið mátti þola 27:30-tap á útivelli gegn Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kvöld.

Viggó gerði sér lítið fyrir og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Leipzig, sem faðir hans Rúnar Sigtryggsson þjálfar.

Melsungen hafði betur gegn Gummersbach á heimavelli í Íslendingaslag. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen, en Elvar Örn Jónsson lék ekki vegna meiðsla.

Hjá Gummersbach skoraði Elliði Snær Viðarsson þrjú mörk. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

Ýmir Örn Gíslason gerði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen í 26:27-tapi á heimavelli gegn Eisenach. Arnór Snær Óskarsson komst ekki á blað hjá Löwen.

Þá máttu Arnór Þór Gunnarsson og Heiðmar Felixson sætta sit við töp. Arnór er aðstoðarþjálfari Bergischer sem tapaði fyrir Göppingen á útivelli, 28:31.

Heiðmar gegnir sama hlutverki hjá Hannover Burgdorf, sem fékk 20:34-skell gegn Kiel.  

Standings provided by

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka