Sandra og Gísli Þorgeir handknattleiksfólk ársins

Sandra Erlingsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Sandra Erlingsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Ljósmynd/HSÍ

Hand­knatt­leiks­sam­band Íslands, HSÍ, hef­ur til­kynnt að Sandra Erl­ings­dótt­ir hjá Metz­ingen í Þýskalandi er hand­knatt­leiks­kona árs­ins 2023 og Gísli Þor­geir Kristjáns­son hjá Mag­deburg í Þýskalandi er hand­knatt­leikskarl árs­ins.

Sandra er 25 ára gam­all leik­stjórn­andi og lyk­ilmaður ís­lenska landsliðsins. Hún hef­ur leikið 32 leiki með kvenna­landsliðinu og skorað í þeim 145 mörk.

Um Söndru seg­ir í um­sögn HSÍ:

„Sandra lék stórt hlut­verk með Tus Metz­ingen í þýsku úr­vals­deild­inni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bik­ar­keppn­inni.  Sandra var m.a. val­in besti leikmaður 1. um­ferðar þýsku úr­vals­deild­ar­inn­ar. Sandra er einn burðarása kvenna­landsliðsins sem tók ný­verið þátt í HM 2023 og vann For­seta­bik­ar­inn. Sandra skoraði 34 mörk á HM og var marka­hæsti leikmaður Íslands á HM og einnig marka­hæsti leikmaður Íslands á HM frá upp­hafi.

Sandra er frá Vest­manna­eyj­um og lék bæði með ÍBV og HK í yngri flokk­um auk þess að vera um tíma með Füch­se Berl­in í Þýskalandi þegar fjöl­skylda henn­ar bjó ytra. Þegar hún flutti aft­ur heim fór Sandra, 18 ára,  að leika með meist­ara­flokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sum­arið 2018. Hún varð Íslands­meist­ari með Val vorið 2019 og fór árið eft­ir í at­vinnu­mennsku í Dan­mörku þaðan sem hún fór sum­arið 2022 til Þýska­lands.“

Best­ur í Þýskalandi og Meist­ara­deild­inni

Gísli Þor­geir er 24 ára gam­all leik­stjórn­andi og lyk­ilmaður ís­lenska landsliðsins. Hann á að baki 51 lands­leik þar sem hann hef­ur skorað 113 mörk.

Í um­sögn HSÍ seg­ir um Gísla Þor­geir:

„Gísli Þor­geir vann í vor ásamt liðsfé­lög­um sín­um í Mag­deburg Meist­ara­deild EHF ásamt því að fá silf­ur­verðlaun í þýsku bik­ar­keppn­inni. Gísli Þor­geir var val­inn mik­il­væg­asti leikmaður Final 4 úr­slita­helgi Meist­ara­deild­ar­inn­ar ásamt því að vera val­inn besti leikmaður þýsku úr­vals­deild­ar­inn­ar og besti leikmaður Mag­deburg á síðustu leiktíð.

Gísli Þor­geir er Hafn­f­irðing­ur og lék alla yngri flokka með FH. Hann spilaði sinn fyrsta meist­ara­flokks­leik með FH árið 2015. Árið 2018 gerði Gísli Þor­geir samn­ing við THW Kiel og lék með liðinu þangað til í upp­hafi árs 2020 þegar hann færði sig til Mag­deburg þar sem hann leik­ur í dag.

Með landsliðinu lék Gísli Þor­geir á HM í Svíþjóð og Póllandi í janú­ar en á ár­inu tók hann þátt í 12 lands­leikj­um og skoraði í þeim 37 mörk.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert