Pick Szeged, ungverska stórliðið í handbolta, staðfesti komu Janusar Daða Smárasonar til félagsins í dag en hann gengur til liðs við félagið næsta sumar.
Hann gerir tveggja ára samning við félagið en hann kemur þangað frá Magdeburg.
Janus hefur farið á kostum í Þýskalandi með Magdeburg á leiktíðinni en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá norska liðinu Kolstad.
Stefán Rafn Sigurmannsson tilkynnti Janus á X (áður Twitter) en hann spilaði sjálfur með Szeged frá 2017-2021.
Official: Janus Smárason set to join our team next summer on a 2-year deal ✍️
— OTP Bank - PICK Szeged Handball (@pickhandball) December 23, 2023
Welcome to Szeged, Janus! 💙 pic.twitter.com/i95OEIWuJC