Janus Daði tilkynntur hjá Pick Szeged

Janus Daði Smárason mun spila í Ungverjalandi á næsta tímabili.
Janus Daði Smárason mun spila í Ungverjalandi á næsta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Pick Szeged, ungverska stórliðið í handbolta, staðfesti komu Janusar Daða Smárasonar til félagsins í dag en hann gengur til liðs við félagið næsta sumar.

Hann gerir tveggja ára samning við félagið en hann kemur þangað frá Magdeburg.

Janus hefur farið á kostum í Þýskalandi með Magdeburg á leiktíðinni en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá norska liðinu Kolstad.

Stefán Rafn Sigurmannsson tilkynnti Janus á X (áður Twitter) en hann spilaði sjálfur með Szeged frá 2017-2021.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert