Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska karlalandsliðinu í handbolta máttu þola 30:24-tap fyrir Katar í úrslitaleik Asíumótsins í Barein í dag.
Er árangurinn sá besti hjá japanska liðinu á Asíumótinu í 20 ár en Japan hafnaði einnig í öðru sæti árið 2004. Undir stjórn Dags vann Japan til bronsverðlauna fyrir fjórum árum.
Katarska liðið náði undirtökunum snemma leiks og var staðan 17:11 í hálfleik. Voru lærisveinar Dags ekki líklegir til að jafna eftir það.