Arnór Viðarsson, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik, var í gær útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023 af félaginu.
Arnór var í lykilhlutverki þegar ÍBV varð Íslandsmeistari með því að leggja Hauka að velli, samanlagt 3:2, síðastliðið vor.
Einnig var hann lykilmaður hjá U21-árs landsliði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM 2023 í Grikklandi og Þýskalandi síðastliðið sumar.
Við sama tilefni útnefndi ÍBV tvo íþróttamenn æskunnar, 16-18 ára og 12-15 ára.
Handknattleiksstúlkurnar Elísa Elíasdóttir og Agnes Lilja Styrmisdóttir voru kjörnar íþróttamenn æskunnar, Elísa 16-18 ára og Agnes Lilja 12-15 ára.