Fóru á kostum í sigri á toppliðinu

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir áttu báðar stórleik fyrir Skara þegar liðið vann frækinn útisigur á toppliði Sävehof, 34:30, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aldís Ásta var jafnmarkahæst í leiknum ásamt tveimur öðrum með sex mörk.

Jóhanna Margrét var skammt undan með fimm mörk.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Jon Forberg

Með sigrinum endurheimti Skara fimmta sætið af Hallby og er nú með 21 stig, einu stigi á eftir Önnered og Höör í sætunum fyrir ofan.

Þrátt fyrir tapið heldur Sävehof toppsæti deildarinnar, þar sem liðið er með 29 stig líkt og Skuru, sem á leik til góða.

Átta efstu liðin fara í úrslitakeppni um sænska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert