Gengur erfiðlega að fá landsleiki

Vonir standa til þess að Ísland spili tvo vináttuleiki í …
Vonir standa til þess að Ísland spili tvo vináttuleiki í næsta mánuði. AFP/Ina Fassbender

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, vinnur hörðum höndum að því að fá tvo vináttuleiki fyrir íslenska karlalandsliðið í næsta mánuði.

Viku hlé verður gert á keppni í evrópskum deildum þegar undankeppni Ólympíuleikanna fer fram 14. – 17. mars.

Í samtali við Handbolta.is segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að leit hafi staðið yfir síðustu vikur en að ekkert sé í hendi sem stendur.

Ekkert hefur gengið í tilraunum til að fá lið hingað til lands en möguleiki er til staðar að spila við Svartfjallaland og Grikkland á útivelli.

Slíkir útileikir yrðu hins vegar mjög kostnaðarsamir að sögn Róberts Geirs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert