Spilaði ólétt á heimsmeistaramótinu

Sandra Erlingsdóttir.
Sandra Erlingsdóttir. Ljósmynd/Jon Forberg

Hand­knatt­leiks­kon­an Sandra Erl­ings­dótt­ir komst að því degi áður en hún hélt á sitt fyrsta stór­mót með ís­lenska kvenna­landsliðinu að hún væri barns­haf­andi en hún er í sam­búð með Daní­el Þór Inga­syni, leik­manni Bal­ingen í þýsku 1. deild­inni.

Sandra, sem er 25 ára göm­ul, er lyk­ilmaður í landsliðinu og var meðal ann­ars út­nefnd hand­knatt­leiks­kona árs­ins 2023 hjá Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands en hún er samn­ings­bund­in Metz­ingen í þýsku 1. deild­inni þar sem hún er í lyk­il­hlut­verki.

Hún er upp­al­in hjá ÍBV en hef­ur einnig leikið með Val hér á landi, þar sem hún varð Íslands- og bikar­meist­ari árið 2019, en hún á að baki 32 A-lands­leiki þar sem hún hef­ur skorað 145 mörk.

Erfitt að plana fram í tím­ann

„Mér líður ótrú­lega vel og eins og er margoft búið að segja við mig þá reyni ég nú bara að njóta þess þessa dag­ana og er auðvitað mjög þakk­lát fyr­ir það líka,“ sagði Sandra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Þetta var vissu­lega óvænt en á sama tíma var þetta vel­komið líka. Þegar þú ert at­vinnumaður í hand­bolta er erfitt að plana langt fram í tím­ann en það mætti segja að þetta hafi verið drauma­tíma­setn­ing fyr­ir hand­bolta­konu. Ég er sett 4. ág­úst en það vill svo skemmti­lega til að það er sunnu­dag­ur á Þjóðhátíð okk­ar Vest­manna­ey­inga. Von­andi verð ég bara búin að eiga áður svo ég þurfi ekki að hanga ein uppi í sófa og horfa á alla stemn­ing­una í gegn­um sam­fé­lags­miðla í sím­an­um mín­um,“ sagði Sandra og hló.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert