Átta marka sigur á Nesinu

Gróttumaðurinn Antoine Óskar Pantano brýst í gegnum vörn Víkinga í …
Gróttumaðurinn Antoine Óskar Pantano brýst í gegnum vörn Víkinga í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grótta vann öruggan sigur á Víkingi í úrvalsdeild karla í handknattleik í kvöld þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi en lokatölur urðu 32:24.

Þar með komst Grótta að hlið Stjörnunnar en liðin eru í sjöunda og áttunda sæti með 13 stig hvort. Víkingar eru áfram næstneðstir með 8 stig.

Grótta náði undirtökunum í fyrri hálfleik og staðan var 14:11 að honum loknum. Seltirningar skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks, 17:11, og héldu því forskoti að mestu leikinn á enda.

Jakob Ingi Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Gróttu, Ágúst Emil Grétarsson og Jón Ómar Gíslason fjögur mörk hvor, og Einar Baldvin Baldvinsson varði 11 skot.

Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur Víkinga með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert