Svissneska liðið Kadetten mátti þola 33:34-tap á heimavelli gegn Bjerringbro/Silkeborg í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld.
Óðni Þór Ríkharðssyni verður ekki kennt um tapið, því hann var markahæstur hjá Kadetten með tíu mörk.
Var leikurinn liður í riðli þrjú. Í sama riðli vann Flensburg frá Þýskalandi 42:30-sigur á Vojvodina á heimavelli. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg.
Staðan: Flensburg 8, Bjerringbro/Silkeborg 6, Kadetten 4, Vojvodina 2.
Sænska liðið Sävehof gerði góða ferð til Danmerkur og vann 34:33-útisigur á Skjern í riðli tvö. Tryggvi Þórisson komast ekki á blað hjá Sävehof, sem er í þriðja sæti af fjórum liðum með fimm stig eftir fimm leiki.