Lykilmaður úrskurðaður í bann

Ágúst Ingi Óskarsson er lykilmaður Gróttu.
Ágúst Ingi Óskarsson er lykilmaður Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Ágúst Ingi Óskarsson, leikmaður Gróttu, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik liðsins gegn Víkingi í úrvalsdeildinni síðastliðinn föstudag.

Ágúst verður því ekki með Gróttu er liðið mætir KA næstkomandi föstudag. Er um mikið áfall fyrir Gróttu að ræða, þar sem Ágúst hefur verið einn besti leikmaður liðsins á leiktíðinni.

Ágúst er markahæstur í liði Gróttu í úrvalsdeildinni í vetur með 99 mörk í 17 leikjum. Jakob Ingi Stefánsson kemur næstur með 80.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert