Dagur tekinn við Króatíu

Dagur Sigurðsson á fréttamannafundi í Zagreb í hádeginu.
Dagur Sigurðsson á fréttamannafundi í Zagreb í hádeginu. Ljósmynd/@HRS_CHF

Dagur Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Króatíu í handknattleik. Skrifaði hann undir fjögurra ára samning.

Dagur er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er til starfans og bíður strax stórt verkefni.

Um miðjan mars fer fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Undankeppnin fer fram í Hannover þar sem Króatía er með lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi í riðli ásamt Austurríki og Alsír.

Tvö efstu liðin tryggja sér sæti á leikunum.

„Næstu tvær til þrjár vikur skipta mestu máli í augnablikinu. Okkur dreymir um að komast til Parísar,“ sagði Dagur á fréttamannafundi í Zagreb í Króatíu þegar tilkynnt var um ráðninguna.

Síðast var hann þjálfari karlaliðs Japans en hefur einnig þjálfað karlalandslið Austurríkis og Þýskalands, tveggja af mótherjum Króatíu í undankeppni Ólympíuleikanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert