Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, mun ganga í raðir danska félagsins Skanderborg í sumar, en hann hefur undanfarin ár leikið með Aix í Frakklandi.
Kristján verður samningslaus eftir leiktíðina og Århus Stiftstidende greinir frá að næsti áfangastaður skyttunnar verði Skanderborg.
Hann hefur ekki leikið undanfarnar vikur vegna meiðsla í öxl, en leikmaðurinn hefur m.a. verið í endurhæfingu hér á landi.
Skanderborg er sem stendur í tíunda sæti af fjórtán liðum í dönsku úrvalsdeildinni.