Landsliðskonan sköflungsbrotnaði

Katla María í baráttunni í leiknum í gærkvöldi.
Katla María í baráttunni í leiknum í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katla María Magnús­dótt­ir, landsliðskona í hand­knatt­leik, varð fyr­ir því óláni að sköfl­ungs­brotna í leik með liði sínu Sel­fossi í undanúr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar í Laug­ar­dals­höll í gær­kvöldi.

Katla María lá sárþjáð eft­ir að hún lenti illa í kjöl­far þess að hafa reynt skot í undanúr­slita­leikn­um gegn Stjörn­unni, sem Stjarn­an vann að lok­um 26:25 eft­ir fram­leng­ingu.

Al­var­lega meidd

Hún var flutt með sjúkra­bíl á sjúkra­hús og gengst und­ir frek­ari rann­sókn­ir í dag.

„Hún er ennþá í rann­sókn­um en það er al­veg ljóst að meiðslin eru al­var­leg. Hún er að minnsta kosti með brot í sköfl­ungn­um.

Það er staðan en á sama tíma er óvissa og verið að bíða eft­ir ein­hverj­um niður­stöðum,“ sagði Eyþór Lárus­son, þjálf­ari Sel­foss, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er eitt­hvað sem sést ekki í rönt­gen sem þarf að seg­ulóma og eitt­hvað sem ég skil ekki al­veg. Hún er bara uppi á spít­ala,“ bætti hann við.

Ekki er ljóst hve lengi Katla María verður frá vegna meiðsl­anna en þó ligg­ur fyr­ir að henn­ar bíður að minnsta kosti nokk­urra mánaða fjar­vera. Tíma­bili stór­skytt­unn­ar er því lokið.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka