Ívar Bessi Viðarsson, lykilleikmaður ÍBV í handbolta er fótbrotinn og því ekki með liðinu í dag þegar Eyjamenn mæta Val í bikarúrslitaleik karla.
Ívar meiddist þegar ÍBV mætti Haukum í undanúraslitum á miðvikudaginn og tímabilið er búið hjá honum.
Ívar hefur staðið sig vel í vörn ÍBV á tímabilinu og hefur fengið stórt hlutverk en hann er aðeins átján ára gamall.
Arnór Viðarsson verður þó með í dag en hann er eldri bróðir Ívars og spilar einnig með ÍBV. Eldri bróðir þeirra er svo landsliðsmaðurinn Elliði Snær sem spilar hjá Gummersbach.