Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið til Lúxemborgar, eftir lendingu í Brussel, en Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni EM á miðvikudaginn kemur.
Sextán leikmenn flugu út í morgun, á meðan þrír leikmenn hópsins urðu eftir heima, en eru áfram í hópnum fyrir leikinn gegn Færeyjum næstkomandi sunnudag.
Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu og Steinunn Björnsdóttir úr Fram fóru ekki með liðinu út.
Leikmannahópur Íslands gegn Færeyjum:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)