Íslendingaliðið byrjaði vel

Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val á síðasta …
Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingalið Karlskrona byrjaði á öruggum útisigri, 28:23, gegn Västerås Irsta þegar liðin áttust við í fyrsta leik í umspili um laust sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld.

Þrjá sigra þarf til þess að tryggja sætið en Karlskrona hafnaði í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og Västerås Irsta í fjórða sæti B-deildarinnar.

Í kvöld skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson eitt mark fyrir Karlskrona og Þorgils Jón Svölu Baldursson sömuleiðis eitt en Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Næsti leikur liðanna fer fram í Karlskrona næstkomandi föstudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert