Níu marka sigur Eyjamanna

Reynir Þór Stefánsson og Ísak Rafnsson í fyrri leik liðanna …
Reynir Þór Stefánsson og Ísak Rafnsson í fyrri leik liðanna í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyjamenn unnu öruggan sigur á Fram er liðin mættust í 21. og næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í kvöld í Vestmannaeyjum, 34:25.

ÍBV er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á undan haukum fyrir lokaumferðina og ljóst er að liðin munu mætast í átta lða úrslitum. Haukar geta hins vegar náð fjórða sætinu af ÍBV í lokaumferðinni.

Fram er með 21 stig í sjötta sætinu og endar þar, en liðið mun mæta annað hvort Aftureldingu eða Val í átta liða úrsllitum.

Framarar mættu laskaðir til leiks án nokkurra lykilmanna og voru að elta allan tímann. ÍBV leiddi með þremur mörkum í hálfleik og sigldu fram úr Fram á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Lokatölur 34:25.

Elmar Erlingsson skoraði tíu mörk og Bjartur Már Guðmundsson níu mörk og voru þeir markahæstu menn sinna liða í dag.

Arnór Máni Daðason kom vel inn í lið Fram og lék vel síðustu 15-20 mínútur leiksins. Petar Jokanovic lék allan tímann í marki ÍBV og gerði vel.

ÍBV 34:25 Fram opna loka
60. mín. Gabríel Martinez Róbertsson (ÍBV) skýtur framhjá Tilraun til sirkusmarks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert