Evrópumeistari í handbolta féll á lyfjaprófi

Nikola Portner féll á lyfjaprófi.
Nikola Portner féll á lyfjaprófi. AFP/Odd Andersen

Svissneski handknattleiksmaðurinn Nikola Portner, markvörður þýska Íslendingaliðsins Magdeburg, féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir á dögunum.

Vegna þessa er hann kominn í tímabundið frí hjá Evrópumeisturunum. Félagið greindi frá tíðindunum í dag. Í yfirlýsingu félagsins kemur einnig fram að það standi með leikmanninum.

Hann tjáði sig sjálfur á samfélagsmiðlum í dag og þvertók fyrir að hafa nokkru sinni tekið inn ólögleg lyf.

Portner hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2022 en hann kom til félagsins frá Chambéry í Frakklandi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert