Greindist með metamfetamín í blóðinu

Nikola Portner ver vítakast frá Melvyn Richardson í leik Sviss …
Nikola Portner ver vítakast frá Melvyn Richardson í leik Sviss og Frakklands á HM 2024 í janúar. AFP/Odd Andersen

Metamfetamín greindist í blóði svissneska handknattleiksmarkvarðarins Nikola Portner þegar hann féll á lyfjaprófi á dögunum.

Lyfjaeftirlit Þýskalands, NADA, greindi frá því í gær hvaða efni hafi fundist í blóði Portners, sem er leikmaður Íslendingaliðs Magdeburg.

Portner á yfir höfði sér langt keppnisbann en Magdeburg hefur sett hann til hliðar á meðan rannsókn stendur yfir.

Magdeburg lýsti yfir stuðningi í garð Portners, sem sjálfur kvaðst steinhissa á niðurstöðunni úr lyfjaprófinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert