Handknattleiksmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson hefur lagt skóna á hilluna en síðasti leikur hans var með Haukum þegar þeir töpuðu öðrum leiknum gegn ÍBV í átta liða úrslitum Íslandsmótsins um helgina.
Stefán staðfesti við Vísi eftir leikinn að þetta hefði verið kveðjuleikurinn en Hafnarfjarðarliðið er úr leik eftir tapið gegn ÍBV.
Stefán hefur leikið sinn feril á Íslandi með Haukum en hann lék lengi sem atvinnumaður erlendis með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, Aalborg í Danmörku og Pick Szeged í Ungverjalandi. Hann vann meistaratitil í öllum fjórum löndunum, þrisvar með Haukum og svo með Löwen 2016, Aalborg 2017 og Pick Szeged 2018.