Ólafur Stefánsson, þjálfari Aue í 2. deild þýska handboltans, lætur af störfum í sumar. Sveinbjörn Pétursson markvörður liðsins er einnig á förum.
Aue er á hraðri niðurleið í 3. deild en liðið tapaði 24:17, fyrir næst neðsta liði deildarinnar, TuS Vinnhorst, í gær. Sveinbjörn hefur leikið í samtals átta ár fyrir Aue, fyrst 2012-2016 og nú aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa leikið með Stjörnunni í millitíðinni.
Ólafur tók við sem þjálfari Aue í nóvember og gerði samning út yfirstandandi leiktíð.