Valur í úrslitaleiki Evrópubikarsins

Úr fyrri leik liðanna
Úr fyrri leik liðanna mbl.is/Óttar Geirsson

Valur er kominn í úrslit Evrópubikars karla í handbolta eftir sannfærandi sigur á rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í seinni undanúrslitaleik liðanna í Rúmeníu í dag, 30:24.

Valur leiddi með 8 mörkum eftir fyrri leikinn sem endaði 36:28.

Valur mætir gríska liðinu Olympiacos en leikið er heima og að heiman í lok maí.

Valsmenn lentu 2:0 undir en voru fljótir að snúa leiknum sér í hag. Valsmenn komust í 3:2 og juku forskot sitt jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 17:8 og forskotið samanlagt orðið 17 mörk.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn illa og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé eftir 10 mínútur í síðari hálfleik þar sem Rúmenarnir höfðu skorað fimm gegn tveimur mörkum Vals á þeim tímapunkti og staðan 19:12.

Feðgarnir Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson eru á …
Feðgarnir Benedikt Gunnar Óskarsson og Óskar Bjarni Óskarsson eru á leið í úrslit Evrópubikarsins mbl.is/Óttar

Liðin skiptust á að skora í síðustu tuttugu mínútur leiksins en Valsmenn sigldu að lokum öruggum sigri í höfn, 30:24.

Andri Finnsson átti stórleik í liði Vals og skoraði 9 mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 4 en annars dreifðist markaskorun vel. Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot, þar af eitt víti, og skoraði sjálfur eitt mark.

Minaur Baia Mare 24:30 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Aldrei spurning! Valur leikur til úrslita í Evrópubikarnum 2024!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert