Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen hefur unnið nánast alla titla sem í boði eru en einn titil hefur hann þó aldrei unnið, Meistaradeild Evrópu.
Hansen leggur skóna á hilluna í sumar eftir afar sigursælan feril. Daninn hefur unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum, þremur heimsmeistaramótum og Evrópumóti en Meistaradeildina hefur hann aldrei unnið.
Hansen hefur spilað í lokahelgi Meistaradeildarinnar fyrir AG København, PSG og Barcelona án þess þó að landa þeim stóra.
Núna er Hansen leikmaður Álaborgar en hans menn mæta Bjarka Má Elíssyni og félögum í Vezprem í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum. Vezprem leiðir með einu marki, 32:31, eftir fyrri leik liðanna þar sem Bjarki skoraði fimm mörk.