Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.
Cornelia, sem er 23 ára gömul, kom til liðs við Selfyssinga sumarið 2022 frá Kärra í Svíþjóð og hafði áður leikið með Önnered. Hún var í liði Selfoss sem féll úr úrvalsdeildinni vorið 2023 en vann síðan 1. deildina með gríðarlegum yfirburðum á nýliðnu keppnistímabili og leikur á ný meðal þeirra bestu á næsta vetri.