Heldur áfram á Selfossi

Cornelia Hermansson ver áfram mark Selfyssinga.
Cornelia Hermansson ver áfram mark Selfyssinga. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Cornelia, sem er 23 ára gömul, kom til liðs við Selfyssinga sumarið 2022 frá Kärra í Svíþjóð og hafði áður leikið með Önnered. Hún var í liði Selfoss sem féll úr úrvalsdeildinni vorið 2023 en vann síðan 1. deildina með gríðarlegum yfirburðum á nýliðnu keppnistímabili og leikur á ný meðal þeirra bestu á næsta vetri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert