Ómar fór illa með stórstjörnuna

Ómar Ingi Magnússon skoraði fallegt mark í Meistaradeildinni.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fallegt mark í Meistaradeildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur leikið gríðarlega vel með Magdeburg á leiktíðinni og átt sinn þátt í að liðið er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Magdeburg sigraði Kielce frá Póllandi í vítakeppni í átta liða úrslitum og Ómar var í stuði í leiknum, skoraði sex mörk og tryggði Magdeburg sigurinn í vítakeppninni.

Í einu markanna fór hann afar illa með spænsku stórstjörnuna Daniel Dujshebaev, landsliðsmann Spánar, og skildi hann eftir á hælunum.

Sjón er sögu ríkari og má sjá atvikið hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Dyn Handball (@dynhandball)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert