Ræddu umdeilda dóminn (myndskeið)

Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir fékk tveggja mínútuna brottvísun er 12 mínútur voru eftir af fyrsta leik Vals og Hauka í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta sem Valur vann 28:27. 

Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir var gestur Ingvars Arnar Ákasonar í Punktalínunni á Sjónvarpi Símans í gær. 

Þau ræddu meðal annars um brottvísunina en Elín Klara taldi að brotið hafi ekki verðskuldað tveggja mínútna brottvísun, en liðskona hennar Sara Odden braut á Morgan Marie Þorkelsdóttur í leiðinni. 

„Það virðist vera að Sara eigi stærstan hluta af brotinu,“ sagði Ingvar. 

„Þeir meta það greinilega þannig að Elín Klara fari í skothöndina á henni og að það geri það að verkum að hún lendir svona illa. 

Ég skil hins vegar rökin fyrir því að það sé Sara sem ýtir henni í þá átt, kannski það mat sem Elín setur á þetta,“ bætti Eva Björk við. 

Umfjöllunina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert