Yfirburðasigur Valsara

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sækir að Haukum í kvöld.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sækir að Haukum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur er kominn í 2:0 í gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir sigur á Ásvöllum í dag, 30:22.

Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari og næsti leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda næstkomandi fimmtudag. 

Leikurinn var jafn fyrstu fimm mínúturnar, Valsarar komust 2:0 yfir en Haukar komu sterkir til baka og jöfnuðu í 2:2.

Eftir um stundarfjórðung var staðan 4:6 og eftir það hrundi allt hjá heimakonum. Þær skoruðu ekki mark í fjórtán mínútum og voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 10:6. 

Sem betur fer átti Margrét Einarsdóttir góðan fyrri hálfleik í marki Hauka og var með sjö varin skot sem hélt heimakonum inni í leiknum. Hafdís Renötudóttir átti einnig góðan fyrri hálfleik og var með átta varin skot.

Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Vals í dag.
Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að marki Vals í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Seinni hálfleikur hélt áfram eins og fyrri endaði. Haukar gerðu klaufaleg mistök. Í sókn og Valsarar refsuðu fyrir þau.

Haukar voru undir allan seinni hálfleik og töpuðu að lokum 22:30, sem er þó ekki stærsta tap þeirra gegn Val á tímabilinu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 22:30 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Yfirburðasigur Valsara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert