Valur getur orðið Íslandsmeistari í handknattleik kvenna annað árið í röð með sigri á Haukum á Hlíðarenda í kvöld.
Valskonur hafa verið magnaðar á tímabilinu og nú þegar tryggt sér bikarmeistaratitilinn. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á Íslandi á tímabilinu, gegn Haukum í deildarkeppninni.
Valur er 2:0-yfir en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari. Valsliðið vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda með minnsta mun 28:27 en annar leikurinn á Ásvöllum fór 30:23 fyrir Val.
Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.