Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém höfðu betur gegn Pick Szeged, 33:30, í bikarúrslitaleik ungverska handboltans í dag.
Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém. Veszprém-liðið vann þar með sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð.
Veszprém vann þá einnig deildarkeppnina og mætir Szeged í úrslitaeinvígi um ungverska meistaratitilinn.