Fyrsti úrslitaleikurinn í Kaplakrika í kvöld

Aron Pálmarsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson eigast við í leik …
Aron Pálmarsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson eigast við í leik FH og Aftureldingar í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti úrslitaleikur FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst klukkan 19.40.

Liðin munu leika þrjá til fimm úrslitaleiki og þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari. Leikur númer tvö verður í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldið, 22. maí og þriðji leikurinn í Kaplakrika sunnudagskvöldið 26. maí. Ef til fjórða leiks kemur verður hann í Mosfellsbæ miðvikudag 29. maí og oddaleikur yrði í Kaplakrika sunnudaginn 2. júni.

FH-ingar urðu deildarmeistarar í vetur með 37 stig og Afturelding endaði í öðru sæti með 33 stig. FH vann KA í átta liða úrslitum og Afturelding vann Stjörnuna. Í undanúrslitum vann FH sigur á ÍBV eftir fimm leiki en Afturelding lagði Val í fjórum leikjum.

FH vann báða leikina við Aftureldingu í vetur, 30:28 í Kaplakrika í fyrstu umferðinni í september og 32:29 í Mosfellsbæ í tólftu umferðinni í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert