Valsmenn spila í stórkostlegu mannvirki (myndskeið)

Seinni leikur Olympiacos frá Grikklandi og Vals í úrslitum Evrópubikars karla í handbolta fer fram í Aþenu í kvöld og verður flautað til klukkan 17.

Verður spilað í Friðar- og vináttuhöllinni þar sem körfuboltalið félagsins leikur heimaleiki sína, en það er í allra fremstu röð í Evrópu.

Höllin tekur á milli 10-12 manns, eftir viðburðum, og er búið að selja 7.000 miða fyrir leikinn í kvöld.

Myndskeið af höllinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is hefur fylgt Valsliðinu í Grikklandi síðustu daga.

Um magnað mannvirki er að ræða.
Um magnað mannvirki er að ræða. Ljósmynd/Olympiacos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert