Ingvar Örn Ákason og Einar Ingi Hrafnsson fóru yfir þriðja leik FH og Aftureldingar í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Punktalínunni. FH skoraði sigurmark leiksins í blálokin.
Einar Ingi og Ingvar fóru yfir sigurmarkið, leikinn í heild sinni og framhaldið en liðin mætast að nýju í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöld en þar getur FH tryggt sér titilinn með sigri.
Jakob Árnason jafnaði metin, 26:26, þegar tíu sekúndur voru til leiksloka en FH tók hraða miðju og Símon Michael Guðjónsson skoraði sigurmarkið rétt í þann mund er lokaflautið gall eftir glæsilega sendingu Arons Pálmarssonar.
Markið og umfjöllun um leikinn má sjá í spilaranum hér að ofan.