Bjarni Fritzson vill að Snorri Steinn Guðjónsson hlusti á sigi og taki Mosfellinginn Þorstein Leó Gunnarsson með landsliði Íslands í handbolta á HM á næsta ári.
Þorsteinn Leó var í liði Aftureldingar sem tapaði fyrir FH, 31:27, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. FH vann þar með sinn þriðja leik í einvíginu og Íslandsmeistarabikarinn.
Þorsteinn Leó lék sinn síðasta leik fyrir Mosfellsliðið, í bili, en hann gengur til liðs við Porto í sumar. Hann var í viðtali hjá Gujóni Guðmundssyni í Punktalínunni á Sjónvarpi Símans í gær.
Þar sagði hann vonast til þess að vera í landsliðshópnum á HM 2025 þegar hann var spurður út í það.
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Bjarni Fritzson tók undir í umfjöllun eftir viðtalið.
„Þetta er bara sami gamli Þorsteinn. Hann er bara sinn maður og spilar sinn leik.
Það þarf að taka hann í landsliðið, hlúa að honum og breyta honum í eitthvað skrímsli sem mun hjálpa okkur að vinna mót.
Snorri! Hlustaðu á mig,“ bætti Bjarni við.
Umfjöllunin hefst á viðtali við Þorstein Leó. Það má sjá í spilaranum hér að ofan eftir 19 mínútur.