„Heyrðu, Aron vill koma heim“

FH varð Íslandsmeistari í handbolta karla í 17. sinn með sigri á Aftureldingu, 31:27, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í gærkvöldi.

FH vann einvígið þar með 3:1 en Bjarni Fritzson var gestur Ingvars Arnar Ákasonar í Punktalínunni á Sjónvarpi Símans í gær.

Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH kíkti á þá félaga í spjall eftir leik. Þar var meðal annars rætt um heimkomu Aron Pálmarssonar en FH-liðið var nú þegar sterkt fyrir komu hans.

Ekki lítil sending

„Hvernig var tilfinningin fyrir þig sem formann þegar að örugglega Steini, þjálfari FH, hringdi í þig og sagði: „Heyrðu, Aron vill koma heim.“ Að fá sendingu eins og Aron er ekki lítil sending?“ spurði Bjarni. 

„Þegar Aron hafði samband við okkur og óskaði eftir því að koma í FH. Maður trúði þessu ekkert. Þetta var svo stórt og mikið og gat ekki ímyndað sér þetta,“ svaraði Ásgeir meðal annars. 

Viðtalið við Ásgeir hefst eftir 40 sekúndur en hægt er að sjá það með öðru í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert