Íslendingaliðið þýskur meistari

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk í kvöld. Ljósmynd/@SCMagdeburg

Magdeburg varð í kvöld þýskur meistari í handbolta er liðið lagði Rhein-Neckar Löwen að velli, 34:21, í þýsku 1. deildinni í kvöld. Þetta er þriðji titill Magdeburg í þýsku 1. deildinni en liðið varð meistari síðast árið 2022. Magdeburg hefur einnig unnið 10 titla í Austur-Þýsku deildinni.

Íslendingarnir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason leika með Magdeburg. Ómar skoraði fimm mörk í kvöld, Janus skoraði tvö mörk og Gísli lagði upp eitt mark.  

Ýmir Örn Gíslason spilar með Rhein-Neckar Löwen en hann komst ekki á blað í kvöld.

Þegar einni umferð er ólokið er Magdeburg með 60 stig í toppsætinu og Füchse Berlin í öðru sæti með 54. Berlínarliðið tapaði fyrir Bergischer í kvöld, 30:29, á heimavelli. Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert